Midnight Sun Guitar Festival verður haldin þriðja árið í röð helgina 8. - 10. maí. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru Svanur Vilbergsson og Ögmundur Jóhannesson.

Erlendir gestir þetta árið eru Tal Hurwitz frá Ísrael sem mun m.a leika dúett með Ögmundi Þór Jóhannessyni, og Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.

Dagskrá:

Tal Hurwitz og Ögmundur Þór Jóhannesson í  Sölvhóli LHÍ, föstudaginn 8. maí kl. 20:00

Duo Amythis í Sölvhóli LHÍ,  laugardaginn 9. maí kl. 20:00

Galakvöld nemenda í Sölvhóli LHÍ,  sunnudaginn 10. maí kl. 20:00


Miðar verða seldir við dyrnar, og er miðaverð 2.500/1.500 kr


Auk tónleikahalds, verður boðið upp á námskeið í samstarfi við LHÍ, og munu Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz bjóða upp á námskeið.

Frekari upplýsingar má finna á:

http://midnightsunguitarfestival.weebly.com