Tíu nemendur í BA námi myndlistardeildar opna sýninguna Við mokuðum tröppurnar í Listasafni Einars Jónssonar, föstudaginn 4. desember kl. 17.-21.

Nemendur á öðru ári í BA námi myndlistardeildar sem hafa sótt námskeið í umsjá Heklu Daggar Jónsdóttur, Tími sýna afrakstur vinnu sinnar á sýningunni Við mokuðum tröppurnar í Listasafni Einar Jónssonar, Eiríksgötu 3.  Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 4. desember kl. 17. - 21.

Kennarar námskeiðsins eru þau Sigurður Guðjónsson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir.

Í námskeiðinu er unnið með þær greinar myndlistar þar sem tími er grundvallarþáttur, svo sem vídeóverk, hljóðverk, gjörningar, gagnvirk listaverk, kvikmyndaverk, ljósmyndun og innsetningar.

Nemendur sem taka þátt í sýningunni eru þau:

Arsi Fennica, Ágústa Gunnarsdóttir, Emanuel Pelz, Katrín Kristjánsdóttir, Katrín Helga Andrésdóttir, Moa Gustafsson Söndergaard, Ósk Jóhannesdóttir, Veigar Ölnir Gunnarson, Ylfa Þöll Ólafsdóttir, Catto Kemperman.

Sýningin verður einnig opin laugardag og sunnudag frá kl. 13. - 17.