Fimmtudaginn 3. desember opnar einkasýning Kristínar Helgu Ríkharðsdóttur kl 17-20 í Kubbnum, sýningarrými myndlistardeildar á annarri hæð, að Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

Allt sem er, var og jafnvel verður

Í fyrri verkum Kristínar Helgu hefur hún unnið með hugmyndafræði eignarnámslistar, þar sem hún tekur eitthvað úr upprunalegu samhengi og setur í myndlistarlegt samhengi. 

Á sýningunni ,,Allt sem er, var og jafnvel verður” fjallar Kristín um eftirlíkingar á raunveruleikanum. 

„Eftirlíking af raunveruleikanum er ekki lengur fölsk túlkun. Eftirlíkingin felur það að raunveruleikinn er ekki lengur raunverulegur. Með tilurð eftirlíkingarinnar hverfa mörk skáldskapar og veruleika. Raunveruleikinn hættir að vera aðalatriðið, ný tákn koma í staðinn; tákn veruleikans koma í stað veruleikans sjálfs. 

Táknin verða raunverulegri heldur en það sem þau standa fyrir. 

Til verður nýr veruleiki.“

Kristín Helga Ríkharðsdóttir