29.apríl - 13.maí 2016

Hinir níu nemendur 3. árs, sem útskrifast með B.A. gráðu af leikarabraut Sviðslistadeildar vorið 2016, munu nú taka þátt í uppsetningu á heilu leikverki.

Þar fá þeir tækifæri til að samtvinna þá margvíslegu þekkingu, sem þeir hafa aflað sér á undangengnum þremur árum í fullburða sýningu, undir stjórn atvinnuleikstjóra. Æfingatímabilið er átta vikur og þá taka við sýningar.

Að þessu sinni tóku Sviðslistadeild L.H.Í. og Leikskáldafélag Íslands höndum saman og auglýstu eftir hugmyndum að verki sem væri sérsamið fyrir hópinn. Fjöldi hugmynda og handrita bárust en hlutskarpastur varð ungur höfundur, Jónas Reynir, með leikverkið, Við deyjum á Mars.

Frumsýning verður í Smiðjunni í lok apríl 2016.

Leikstjóri: Stefán Jónsson, leikstjóri og fagstjóri leikarabrautar.