Nemendur 3. árs leikarabrautar ljúka formlegu söngnámi sínu með söngdagskrá, sem unnin er uppúr Túskildingsóperunni, Happy End og Mahagonny eftir Kurt Weill og Berthold Brecht.

Einnig flytja þau sönglög úr söngleikjunum One touch of Venus, Lady in the dark og Happy End  eftir  Kurt Weill við texta eftir Ira Gershwin, Maxwell Anderson og Ogden Nash.

Um útsetningar og hljóðfæraleik sjá nemendur Tónlistardeildar LHÍ ásamt Kjartani Valdimarssyni sem einnig sér um hljómsveitarstjórn. Tónleikararnir munu fara fram í Smiðjunni, vikuna 14.-18. desember.

Umsjónakennari er Björk Jónsdóttir.