Sneiðmynd - skapandi umbreyting

Í fyrirlestrum vetrarins kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin hönnunarverkefni og rannsóknir og ræða tengsl þeirra við kennslu í námskeiðum við deildina. Auk þess að fjalla um eigin verkefni verða tengsl hönnunar, sköpunar og rannsókna, kennslu og þekkingaröflunar rædd út frá ýmsum sjónarhornum.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun hvatt til að mæta.

Hádegisfyrirlestrarnir eru í sal A í húsnæði Listaháskólans að Þverholti 11 og hefjast klukkan 12:15. Ein undantekning er frá því en fyrsti fyrirlesturinn hefst klukkan 17:30.

DAGSKRÁ

30. september kl. 17:30 

Hátíðarfyrirlestur í tilefni af sextugsafmæli Godds

Goddur

prófessor í grafískri hönnun 

Hönnunarkennsla í 20 ár

------

14. október kl. 12:15

Friðrik Steinn Friðriksson

upplifunarhönnuður og stundakennari

Endurunnar minningar

------

28. október kl. 12:15

Atli Hilmarsson

aðjúnkt í grafískri hönnun

Stórt og smátt

------

11. nóvember kl. 12:15

Hildur Björk Yeoman

fatahönnuður og stundakennari

Wanderlust

------

25. nóvember kl. 12:15

Björn Guðbrandsson

arkitekt og stundakennari

Nálganir

------

9. desember kl. 12:15

Hlín Helga 

aðjúnkt í hönnun 

Kennsla: geggjaðasta listgreinin

(titill fenginn að láni hjá Magnúsi Pálssyni)