WOOD YOU? er röð verka sem unnin voru í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur í Heiðmörk og er markmið verkefnsins að skapa og sjá fyrir framleiðslumöguleika á afurðum úr íslenskum skógum með sjálfbærni að leiðarljósi. Vinnustofan hófst með ítarlegri rannsókn á efniviðnum og hugmyndavinnu undir handleiðslu Friðriks Steins Friðrikssonar en eftir það tók við ferli þar sem hugmyndin var raungerð út frá gömlum eða nýjum verkferlum en þeim hluta námskeiðisins var stýrt af Tinnu Gunnarsdóttur. Að lokum var unnið kynningarefni fyrir hvern grip á bæði ljósmynda- og myndbandsformi auk vefsíðu fyrir verkefnið í heild. Hafsteinn Júlíusson leiddi þá vinnu en kynningarefnið sem og ítarlegri upplýsingar má finna hér:

Verkin eru eins ólík og nemendurnir eru margir en hver og einn nálgast viðfangsefnið á sinn einstaka hátt. Samt sem áður eiga verkin það sameiginlegt að í gegn um hönnunina deila nemandur upplifun sinni af skóginum með notandanum. Hlutirnir beina athygli notandans að umhverfi sínu og gefa honum nýja sýn á notkun hluta og íslenskan við. Spáð er að á komandi áratugum muni Ísland öðlast sjálfbærni í viðarframleiðslu og er því brýnt að hefja rannsókn á staðbundnum við og möguleikunum á notkun hans í hönnun.

Þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu eru Auður Inez Sellgren, Geal Corto Arcadio Jabali, Elísabet Kristín Oddsdóttir, Elsa Dagný Ásgeirsdóttir, Esra Þór Jakobsson, Evelina Kudabaite, Harpa Hrund Pálsdóttir, Helga Birgisdóttir, Kristín Guðmundsdóttir og Sigrún Thorlacius.

Kennarar eru Friðrik Steinn Friðriksson, Hafsteinn Júlíusson, Magnús Leifsson, Ólafur Oddsson, Thomas Edouard Pausz og Tinna Gunnarsdóttir. Fagstjóri í vöruhönnun er Garðar Eyjólfsson.