Listaháskólinn útskrifar í vor í annað sinn MA-nema í hönnun en hópurinn er mjög fjölbreyttur og hvert útskriftarverk sýnir hvernig hæfileikaríkir hönnuðir geta styrkt rödd sína, fókuserað vinnu sína og verið meðvitaðir um stöðu heimsins í dag og hannað út frá því. Verkin takast á við alvöru vandamál og áskoranir en endurspegla jafnframt áhugasvið og þróun hönnuðarins sem einstaklings.

Nemendurnir og verk eru:
Arite Fricke – Hugarflug: Hönnunarhugsun fyrir skólastofuna
Brynja Þóra Guðnadóttir – Heimaræktun
Droplaug Benediktsdóttir – Í stöðugu flæði
Fiona Mary Cribben – Til helminga
Hjálmar Baldursson – Próteus yfirheyrður
Jiao Jiaoni – Úr beinum: Leiðangur í leit að nýrri notkun á dýrabeinum á Íslandi
Li Yiwei – Losnaðu við vesen og losaðu um í lífi þínu
Magnús Elvar Jónsson – Samtalið sem vantar

Opnunarhóf sýningarinnar verður 21. maí klukkan 19:00 og allir áhugasamir eru velkomnir. Sýningin stendur til 6. júní.