Með brautskráningu lauk fimmtánda starfsári Listaháskólans og fyrsta starfsári Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur sem rektor skólans. Alls útskrifuðust að þessu sinni 112 nemendur, 42 nemendur frá hönnunar- og arkitektúrdeild og þar af 3 nemendur með MA gráðu í hönnun. 15 nemendur frá listkennsludeild og þar af 4 með diplómagráðu. 27 nemendur útskrifuðust frá myndlistardeild og þar af 6 með MA gráðu í myndlist.  Tónlistardeildin útskrifaði 27 nemendur að þessu sinni, 7 með BMus gráðu í hljóðfæraleik og söng, 8 tónsmiðir með BA gráðu voru útskrifaðir, 4 nemendur útskrifuðust með BA gráðu í skapandi tónlistarmiðlun og 7 nemendur útskrifuðust með meistaragráðu í sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi. Sviðslistadeild útskrifaði aðeins einn nemanda frá sviðshöfundabraut að þessu sinni. Þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem skólinn útskrifar nemendur með MA gráðu í hönnun og myndlist.

Rektor og fulltrúar nemenda frá hverri deild fluttu ávörp. Voces Thules opnaði útskriftarathöfnina með flutningi á  verki frá miðöldum. Friðgeir Einarsson flutti atriði úr verki sínu Tiny Guy og Glymskrattinn sýndi atriði úr Skrattanum úr sauðaleggnum. Auður Ava Ólafsdóttir flutti hátíðarræðun að þessu sinni.

Kynnir var Eysteinn Sigurðarson, nemandi á leikarabraut.

Hér fyrir neðan er ávarp rektors ásamt ræðum nemenda.