Styrktarsjóður Halldórs Hansen starfar undir væng Listaháskólans. Meginmarkmið hans er að styrkja uppbyggingu og styðja við tónlistarsafn skólans. Auk þess veitir sjóðurinn árlega styrki til tónlistarnema, sem hafa lokið fyrsta háskólastigi og hafa að mati sjóðsstjórnar náð framúrskarandi árangri á sínu sviði. Fyrsta verðlaunaveitingin fór fram 2004, og er þetta í áttunda sinn sem veitt eru verðlaun úr sjóðnum.