Íslendingar hafa verið afkastamiklir þáttakendur í evrópskum starfsáætlunum sl. 20 ár og á hátíðinni gefst almenningi kostur á að kynna sér 50 verkefni sem hlotið hafa styrk úr áætlunum ESB. Fjöldi skemmtilegra viðburða verður á hátíðinni, tónlistaratriði, spurningakeppni, bíómyndir o.m.fl. Boðið verður uppá evrópuköku í tilefni dagsins.

Listaháskólinn tekur þátt í viðburðinum og kynnir Erasmus og Leonardo verkefni skólans, sem hlutu gæðaviðurkenningu á s.l. skólaári. Tveir nemendur úr tónlistardeild, Sveinn Enok Jóhannsson og Jónína Björt Gunnarsdóttir flytja sönglög og nemendur úr myndlistardeild sýna verk sín. Þeir nemendur sem eiga verk á sýningunni eru: Andreas Toriseva, Brynjar Helgason, Grétar Mar Sigurðsson, Helena Aðalsteinsdóttir, Ívar Glói Gunnarsson, Nína Óskarsdóttir og Una Björg Magnúsdóttir. Þessir nemendur myndlistar- og tónlistardeildar eiga það sameiginlegt að hafa farið í Erasmus skiptinám eða starfsnám á skólaárinu 2012 - 2013.

Á föstudagsmorgunn fer einnig fram opnunarráðstefna nýrra Evrópuáætlana á Hótel Sögu frá klukkan 8.30 - 12.00.

Dagskrá opnunarráðstefnunnar er að finna

Dagskrá uppskeruhátíðarinnar í Hafnarhúsinu er