Yfirlit styrktra verkefna með aðsetur hjá Listaháskóla Íslands

Úthlutað hefur verið úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir sumarið 2012. Alls hlutu 12 verkefni með aðsetur hjá Listaháskóla Íslands styrk, sem 32 nemendur munu vinna að í sumar í samtals 52 mannmánuði. Líkt og undanfarin ár eru mörg verkefnanna stærri hópverkefni eða verkefni unnin í samstarfi við fyrirtæki, stofnanir eða aðra háskóla. Verkefnin eru á sviði listfræði, arkitektúrs, myndlistar, tónlistarfræði, grafískrar hönnunar, kennslufræði, fatahönnunar, tónsmíða og leiklistar.

Listaháskólinn óskar nemendum og leiðbeinendum þeirra til hamingju með góðan árangur í þessari sumarúthlutun Nýsköpunarsjóðs námsmanna.

Nýsköpunarsjóði bárust alls 388 umsóknir í ár fyrir um 580 háskólanema. Alls var sótt um tæplega 270 milljónir króna eða laun í ríflega 1500 mannmánuði. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 70 milljónir króna til úthlutunar og hlaut alls 101 verkefni styrk (árangurshlutfall miðað við fjölda umsókna og veitta styrki er því 25,9%). Í styrktum verkefnum eru 169 nemendur skráðir til leiks í alls 415 mannmánuði.


Íslensk samtímalistfræði
. Leiðbeinandi: Aðalheiður L. Guðmundsdóttir

Eyðibýli á Íslandi. Menningarlegt vægi, varðveisla og nýting. Leiðbeinandi: Gísli Sverrir Árnason.

Íslenskuþorpið. Leið til þátttöku í daglegum samskiptum á íslensku. Leiðbeinendur: Guðrún Theodórsdóttir og Dóra Ísleifsdóttir.

Contemporary.is. Leiðbeinandi: Halla Kristín Einarsdóttir.

OM – hönnun, þróun og smíði nýs hljóðfæris. Leiðbeinandi:  Hans Jóhannsson.

Sjónlýsingarverkefni og uppsetning sýningar, sem hönnuð er með blinda og sjónskerta einstaklinga í huga. Leiðbeinandi: Kristinn Guðbrandur Harðarson.

Náttúruleg leðursútun með jurtum úr íslenskri náttúru. Leiðbeinandi: Linda Björg Árnadóttir.

Endurnýting textíls og endursköpun efna með umhverfisvænum hætti. Leiðbeinendur: Linda Björg Árnadóttir og Ólöf Gerður Sigfúsdóttir.

Magnús Blöndal – Enduruppgötvun gleymdra verka. Leiðbeinandi: Sigfríður Björnsdóttir.

Heilinn – hjarta sálarinnar. Leiðbeinandi: Una Þorleifsdóttir.

Ophiuchus – Rannsókn á heildrænni tónlistarupplifun. Leiðbeinandi: Úlfar Ingi Haraldsson.

Samspilsnámskeið fyrir unga flautuleikara. Leiðbeinandi: Össur Geirsson.