Þrír tónlistarháskólar auk Listaháskólans bjóða uppá námsbrautina en það eru Konunglegi tónlistarháskólinn í Stokkhólmi, Prins Claus Conservatoire í Groningen og Konunglegi tónlistarháskólinn í Den Haag. Meðal þátttakenda er einnig stór hópur nemenda og kennara frá eftirtöldum skólum: Sibelius Academy í Helsinki, Guildhall School of Music and Drama í London, Norwegian Academy of Music í Osló, Metropolia University of Applied Sciences í Helsinki og University of Minnesota í Bandaríkjunum.

Segja má að þessi fjölþjóðlegi hópur nemenda og kennara hafi sett svip sinn á bæjarlífið á Suðureyri undanfarna daga. Meistaranemendur hafa m.a. unnið að tónsköpun með grunnskólanemendum frá bæði Suðureyri og Þingeyri og lauk þeirri samvinnu með tónleikum í grunnskóla Suðureyrar kl.12.30 í dag. Þá hefur hluti meistaranemanna unnið með félögum úr kirkjukórum svæðisins. Nemendahópurinn býr í litlum húsum á víð og dreif í þorpinu en kennsla og æfingar fara að mestu fram í félagsheimili Súgfirðinga þar sem haldnir verða tónleikar n.k. laugardagskvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og eru allir velkomnir.

Hægt er að skoða fleiri myndir frá námskeiðinu

Hægt er að fá nánari upplýsingar um námið