Verkefnið hefur skapað samevrópskan vettvang til að deila fjölbreyttri reynslu og þekkingu listaháskólafólks og myndað þannig sameiginlegan grundvöll fyrir umræðu um listnám á háskólastigi. Þátttaka Listaháskólans í SHARE verkefninu hefur verið þýðingarmikil í tengslum við uppbyggingu rannsóknanáms í listum, sem nú fer fram á meistarastigi í fjórum deildum.

Verkefnið hófst árið 2010 og lauk nýverið með útgáfu veglegrar handbókar þar sem finna má yfirgripsmikla kortlagninu listnáms á doktorsstigi í Evrópu, Asíu, Ástralíu og N-Ameríku. Í bókinni eru einnig birt dæmi af rannsóknaverkefnum doktorsnema úr kvikmyndagerð, myndlist, leiklist, hönnun, dansi og tónlist, auk þess sem finna má lengri greinar um sögulega þróun rannsóknanáms í listum og vægi listrannsókna í samhengi menntunar og atvinnulífs.

SHARE handbókina má finna í opnum aðgangi á .