Þessi væntanlegu umskipti hafa orðið tilefni nokkurrar umræðu og blaðaskrifa um hvað ráða eigi ferðinni í vali á listrænum stjórnanda í opinberu leikhúsi. Fyrr í vetur var varpað fram spurningunni um hvort íslenskt samfélag hefði efni á að reka menningarstofnanir á borð við þjóðleikhús sem aftur vakti spurningar um tilgang slíkra stofnana fyrir samfélagið.

Að því tilefni stendur Leiklistarsamband Íslands í samvinnu við sviðslistadeild Listaháskólans fyrir málfundi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa. Frummælendur á málfundinum verða Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri, Steinunn Knútsdóttir, deildarforseti sviðslistadeildar Listaháskólans, Jón Páll Eyjólfsson, leikstjóri, og Eva Rún Snorradóttir úr framandverkaflokknum Kviss Búmm Bang, og munu þau flytja stutt erindi áður en opnað verður fyrir umræður. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson, lektor í leiklistarfræðum við sviðslistadeild Listaháskólans.

Málfundurinn verður haldinn mánudaginn 3. mars kl. 20 í Tjarnarbíó. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.