Námskeiðið var opið nemendum í hvers kyns rauntímalistum, t.d. tónlist, dansi, vídeó, myndlist, tilraunaleikhúsi, miðlalist o.fl.  Námskeiðið var einnig opið sjálfstætt starfandi listamönnum. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Áki Ásgeirsson, Jesper Pedersen og Ríkharður H. Friðriksson frá Listaháskólanum auk Matti Niinimäki og Aki Nyyssönen frá University of Lapland.

Þáttakendur unnu skyndiverkefni í flutningi gagnvirks gjörnings og fluttu örfyrirlestra.  Þáttakendum var ennfremur skipt uppí hópa en hver og einn hópur vann lokaverkefni sem sýnt var í lok námskeiðs.  Meðfram hópavinnunni voru haldnir stuttir fyrirlestrar listamanna úr ólíkum greinum og sóttir voru viðburðir á Raflost raflistahátíðinni, m.a. fyrirlestur Steinu Vasulka.  

Erlendir gestakennarar og nemendur á námskeiðinu hlutu ferðastyrk frá samstarfsnetinu DAMA sem styrkt er af Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.

Nemendur:

    ▪    Guðný Rúnarsdóttir, IAA, Art Education

    ▪    Jón Einar Björnsson, IAA, Graphic design

    ▪    Magnús Orri Magnússon, IAA, Graphic design

    ▪    Oddur S. Báruson, IAA, Music composition

    ▪    Sigrún Hlín Sigurðardóttir IAA, Visual art

    ▪    Una Björg Magnúsdóttir, IAA, Visual art

    ▪    Minea Taivalaho, UoL, Audiovisual Media Culture

    ▪    Liisalotte Elme, EAA,

    ▪    Bergrún Snæbjörnsdóttir, IAA, Composition - new media

Kennarar

    ▪    Jesper Pedersen, IAA

    ▪    Ríkharður H. Friðriksson, IAA

    ▪    Matti Niinimäki, UoL

    ▪    Aki Nyyssönen, UoL

    ▪    Áki Ásgeirsson, IIA

IAA = Iceland Academy of the Arts, UoL = University of Lapland, EAA = Estonian Academy of the Arts

Hér er hægt að fá nánari lýsing á námskeiðinu:  http://www.raflost.is/?page_id=650