Í greininni lýsir hún einnig útskriftarverkefni arkitektúrnema sem tók miklum breytingum árið 2012 þegar verkefnið var fært úr borgarumhverfinu yfir í óspillta náttúru Íslands og allur útskriftarhópurinn glímdi við sama verkefnið, pílagrimsför þvert yfir landið. Viðfangsefni útskriftarnema 2013 var að hanna gönguskála við Kleifarvatn með ólíka virkni yfir árið.

Að sögn Bjargar var mikil ánægja með með breyttar áherslur. Stærð verkefnisins og umfang var hæfilegt og það var nægilega sveigjanlegt til að hver nemandi gæti blómstrað á því sviði sem hentaði honum. Úttkoman var mjög einstaklingsbundin en þar má nefna endurvakningu gróðrarstöðvar, meðferðarheimili fyrir fíkla í bata og áningastað með áherslu á köfun í Kleifarvatni.

Greinina í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.