Fjölbreytt dagskrá verður í öllum þremur húsnæðum skólans. Nám á öllum brautum verður kynnt, verk nemenda verða til sýnis, hægt verður að fylgjast með völdum kennslustundum, skoða inntökumöppur nemenda og margt fleira.

Opið hús er besta leiðin til að kynna sér nám við Listaháskólann en margir listgreinakennarar og námsráðgjafar koma með með nemendahópa á hverju ári.

Athugið að Listaháskólinn er með aðsetur í þremur húsum og mun hver deild kynna námsbrautir í sínu húsnæði. 

Dagskrá deilda:

Hönnunar - og arkitektúrdeild

Þverholti 11, 105 Reykjavík

Húsið opnar kl. 13:00. Sýningar á verkum nemenda auk þess sem hægt
verður að skoða umsóknarmöppur nemenda. Skoðunarferðir verða um húsið;
heimasvæði nemenda og verkstæði.

Námsbrautarkynningar í fyrirlestrarsal

15:00 Kynningar á námsbrautum hönnunar- og arkitektúrdeildar
15:15 - Arkitektúr
15:30 - Vöruhönnun
15:45 - Grafísk hönnun
16:00 - Fatahönnun
16:15 - MA nám í hönnun

Myndlistardeild

Laugarnesvegi 91, 104 Reykjavík

Kl. 13.30, 14:30 og 16:30 Leiðsögn um húsið; verkstæði og vinnustofur nemenda
Kl 14.00 Námskynning BA námsbrautar í fyrirlestrarsal
Kl 16.00 Fagstjóri MA námsbrautar tekur á móti gestum og kynnir námið í vinnustofu MA, 2. hæð

Umsóknarmöppur, ferilmöppur og BA ritgerðir nemenda verða til sýnis framan við  fyrirlestrarsal.

Verk nemenda verða sett upp víðs vegar um húsnæði deildarinnar og opnun
verður á sýning í Kubbnum, sýningarsal myndlistardeildar á 2. hæð.

Tónlistardeild

Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík

Námsbrautarkynningar

14:00 og 15:30 Kynning á námsbrautum tónlistardeildar í Græna sal

Opnir tímar

13:00 - 13:30 Nemendur skapandi tónlistarmiðlunar kynna afrakstur tónsmíðavinnu í Sölvhóli
13:00 - 16:30 Tónleikar tónlistardeildar í Flyglasal
13:00 - 15:00 Masterklass í tónsmíðum í stofu 533: Karólína Eiríksdóttir
13:30 - 16:00 Masterklass í söng í Sölvhóli hjá Þóru Einarsdóttur
15:00 - 17:00 Rafsmiðjutími hjá Ríkharði H. Friðrikssyni
15:00 - 17:00 Tónsmíðatímar

Sviðslistadeild

Sölvhólsgötu 13, 101 Reykjavík

Námsbrautarkynningar kl. 13:30 og kl. 15:30

Opnir tímar

Kl. 13:00

Sviðshöfundabraut- 2. ár
Samsetningaraðferðir
Kennari: Karl Ágúst Þorbergsson. Staður: Dómshúsið- æfingasalur Þjóðleikhússins (Lindargötu, bakvið Þjóðleikhúsið)

Leikarabraut- 3. ár
Leiktúlkun V
Kennari: Una Þorleifsdóttir. Staður: Hráa sal

Kl. 14:00

Samtímadansbraut- 2. ár
Flying low - passing trough
Kennari: Paul Blackman. Staður: Álfhóll-danshús, bakhús Sölvhólsgötu

Sviðshöfundabraut- 2.ár
Leikstjórnaraðferðir
Kennari: Jón Páll Eyjólfsson. Staður: Smiðjan, Sölvhólsgötu

Kl. 15:00

Sviðshöfundabraut- 2. ár
Samsetningaraðferðir
Kennari: Karl Ágúst Þorbergsson. Staður: Dómhúsið, æfingasalur Þjóðleikhússins (Lindargötu, bakvið Þjóðleikhúsið).

Leikarabraut- 3. ár
Leiktúlkun V
Kennari: Una Þorleifsdóttir. Staður: Hráa sal, Sölvhólsgötu

Kl. 16:00

Samtímadansbraut- 2. ár
Flying low - passing trough
Kennari: Paul Blackman. Staður: Álfhóll-danshús, bakhús Sölvhólsgötu

Sviðshöfundabraut-  2. ár
Leikstjórnaraðferðir
Kennari: Jón Páll Eyjólfsson, Staður: Smiðjan, Sölvhólsgötu

Listkennsludeild

Laugarnesvegi 91, 104 Reykjavík

Ásthildur Jónsdóttir, lektor og starfandi deildarforseti svarar fyrirspurnum um námsbrautir deildarinnar.

ATH: Dagskrá gæti breyst