Nemendur, kennarar og starfsfólk taka á móti gestum sem fá tækifæri til að spyrja spurninga, skoða inntökumöppur og verk nemenda og fylgjast með námsbrautakynningum. 

Umsóknarfrestur í grunnnám er til 20. mars. Nú er því rétti tíminn til að undirbúa umsókn í Listaháskólann. Nýttu Háskóladaginn til að undirbúa umsóknina þína, komdu í heimsókn og hittu sérfræðingana.

Dagskrá

Við setningu Háskóladagsins í HR, kl. 12:00, flytur kór tónlistardeildar Listaháskólans verk eftir Þorgrím Þorsteinsson og er stjórnandi verksins Steinar Logi Helgason, báðir stunda þeir nám við tónlistardeild.

Námsbrautarkynningar

13:00 Sviðslistir

13:30 Hönnun- og arkitektúr

14:00 Myndlist

14:30 Tónlist

Tónlistarflutningur

13:00 - 14:00 Íslensk þjóðlög

13:00 - 14:00 Jazztríó

14:00 – 15:00 Indversk tónlist

16:00 Tónleikar tónlistardeildar í Hallgrímskirkju

Háskóladagurinn er haldinn laugardaginn 28. febrúar kl. 12-16 og taka allir sjö háskólar landsins þátt

Listaháskólinn kynnir námsframboð sitt í húsnæði LHÍ í Laugarnesi, Laugarnesvegi 91.

Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst kynna námsframboð sitt í húsnæði HR í Nauthólsvík.

Háskóli Íslands kynnir námsframboð sitt í Aðalbyggingu, Háskólatorgi, Öskju og Háskólabíói.

Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskólinn Íslands kynna námsframboð sitt á Háskólatorgi HÍ.

Kynningar á landsbyggðinni

Menntaskólinn á Egilsstöðum, 11. mars, kl. 11:00-13:30 

Verkmenntaskólinn á Akureyri, 12. mars, kl. 11:00-13:30 

Menntaskólinn á Ísafirði, 16. mars, kl. 11:00-13:30 

Fjölbrautarskóli Suðurlands, 18. mars kl. 9:30-12:00

Menntaskóli Borgarfjarðar, 19.mars kl. 9.30–11.00 

Fjölbrautarskóli Snæfellinga, 19.mars kl. 13.00–14.30