This article is only available in english
 
Eysteinn Jónsson er einn af þeim nemendum sem sækja námskeið í gegnum Opna listaháskólann. 
 
Nýverið birtist viðtal við Eystein í vefmiðlinum Lifðu núna en markmiðið með rekstri þeirrar vefsíðu er að gera líf og störf  þeirra landsmanna sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri en þau eru, auka umræðu um þau málefni sem tengjast þessu æviskeiði og lífsgæði þeirra sem eru komnir á þennan aldur.
 
Hér er bútur úr viðtalinu: „Þetta er mjög skemmtilegt. Á haustmisseri tek ég tvö námskeið annað er Modern art og hitt er List, náttúra og ómennskir gerandur. En ef ég á að fara útskýra fyrir þér hvað felst í ómennskir gerendur lendi ég í vandræðum. Ég er bara ekki alveg búin að átta mig á því enn,“ segir Eysteinn Jónsson einn af eldri nemendum Listaháskóla Íslands. Hann segist hafa verið að fletta blöðunum í ágúst og rekist á auglýsingu um Opna Listaháskólann.
 
„Mér fannst þetta spennandi og ákvað að slá til og prófa. Í Laugarnesið mæti ég svo þrisvar í viku í fyrirlestra einn og hálfan tíma í senn.  Það er tvennt sem mér finnst skemmtilegt við námið hér annars vegar að rifja það upp sem ég lærði einu sinni, en nú með öðrum kennurum. Það er svolítið eins og að læra hlutina upp á nýtt. Hitt er að kynnast nemendunum hér sem ætla að verða listamenn framtíðarinnar. Ég gæti verið afi þeirra flestra,“ segir Eysteinn og kímir. Hann segist ekki stunda félagslífið með unga fólkinu. „Nei, ég fer ekki í partí með þeim, þar dreg ég mörkin,“ segir hann og hlær. Eysteinn segir að samnemendur hans hafi tekið honum einstaklega vel í skólanum. Þau hafi til að mynda boðið honum að vera með sér í hópvinnu. „Ég sagði nú við þau að ég gæti lítið gert en mér þætti gaman að hlusta á þau. Krakkarnir eru skemmtilegir það mega þeir eiga. Mér finnst gaman að umgangast ungt fólk.”
 
eysteinn jónsson
 
 
Hérna má lesa viðtalið við Eystein í fullri lengd á vefsíðunni Lifðu núna.