Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins.

Styrkir verða veittir til rannsóknar- og þróunarverkefna sem líkleg þykja til að stuðla að nýsköpun og auknum tengslum háskóla, stofnana og fyrirtækja.

Umsóknir um styrki eru metnar með hliðsjón af möguleikum til hagnýtingar í atvinnulífi og nýnæmi fyrir þekkingu í viðkomandi fræðigrein.

Verkefnin skulu leyst af hendi með sjálfstæðri og faglegri vinnu námsmanns undir leiðsögn ábyrgðarmanna.

Styrkir eru ekki veittir til lokaverkefna námsmanna.

Stjórn er heimilt að veita forgang verkefnum sem fela í sér samstarf við fyrirtæki eða aðra aðila.

Umsóknarfrestur er 4. mars.

Úthlutun liggur fyrir um miðjan apríl 2014.

Hverjir geta sótt um?

Háskólanemar í grunn- og meistaranámi.

Sérfræðingar innan fyrirtækja, stofnana og háskóla sem óska að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsóknir.

Umsóknir eru rafrænar og skal sækja um á

Rannsóknaþjónusta skólans veitir ráðgjöf og aðstoð við umsóknagerð.