Gangverk Lífsins er sviðslistaverk samið af Þorvaldi Sigurbirni Helgasyni, Guðmundi Felixsyni og Evu Halldóru Guðmundsdóttur en þau  eru öll nemendur á Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og fengu þau styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna, Rannís, til að rannsaka tengsl mannsins við sitt hugleitnasta líffæri, hjartað.

Í verkinu eru þessi tengsl könnuð með sviðslistabræðingi sem tekur á öllum þáttum þessa magnaða líffæris. Gangverk Lífsins er þátttökuverk þar sem snúið er upp á hefðbundin hlutverk áhorfenda og flytjenda og áhorfandinn settur í miðpunkt verksins.

„Hér liggja uppsprettur mannlegrar tilvistar: frá þeim flæða gegnum líkama hans þær ár sem vökva hans dauðlegu híbýli, þær ár sem færa honum líf hans þar að auki, því skyldu þær þorna upp þá er dauðinn óumflýjanlegur.“
(Hippókratískur texti ca. 260 f. Krist)

Panta þarf miða í síma 848-1794 og verður fólki úthlutað pláss á milli 18 og 22.
Frítt er inn á sýninguna en frjáls framlög eru vel þegin.

Höfundar:
Eva Halldóra Guðmundsdóttir
Guðmundur Felixson
Þorvaldur Sigurbjörn Helgason

Flytjendur:
Ari Freyr Ísfeld Óskarsson
Brynja Bjarnadóttir
Dominique Gyða Sigrúnardóttir
Tinna Sverrisdóttir
Þuríður Blær Jóhannsdóttir

Aðstoð við leikmynd:
Bryndís Ósk Þ. Ingvarsdóttir

Aðrir listamenn sem koma að verkinu eru:
Hallveig Kristín Eiríksdóttir
Hjálmar Guðmundsson
Viktoría Blöndal

Leiðbeinendur:
Hjörtur Oddsson
Una Þorleifsdóttir, lektor og fagstjóri sviðshöfundabrautar