Fundinn skipulögðu deildarforseti listkennsludeildar, Kristín Valsdóttir og kennarar , Vigdís Jakobsdóttir, aðjúnkt og Ásthildur B. Jónsdóttir lector en þær stóðu einning að listgreinahluta nýútkominnar námskrár.

Fyrirlesarar voru Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri og aðjúnkt við listkensludeild sem fjallaði um hæfniviðmið og Þorgerður Hlöðversóttir listgreinakennari við Ingunnarskóla í Reykjavík, sem fjallaði um námsmat í listgreinum. Góð stemming var á fundinum, mikill áhugi og vinnugleði.