Málþing verður haldið næstkomandi laugardag, 24.mars kl. 14:00-17:00 í húsnæði Listháskólans við Sölvhólsgötu.

Í tilefni af útgáfu sviðslistahópsins 16 elskenda á skoðanakönnun sem
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir hópinn boðar hópurinn
til málþings samvinnu við Listaháskóla Íslands.

Dagskrá:

14:00 Auður Magndís Leiknisdóttir frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og höfundur skýrslunnar kynnir helstu niðurstöður.

Magnús Þór Þorbergsson, fagstjóri námsbrautarinnar Fræði og framkvæmd í
Listaháskóla Íslands – „Hvernig veit ég hvað ég vil?“ Vangaveltur um
langanir, smekk og unnendur (sannrar) leiklistar”

15:00 Kaffihlé15:20 Pallborð: Til hvers búum við til leikhús?

Ari Matthíasson, framkvæmdastjóri Þjóðleihússins

Friðgeir Einarsson, 16 elskendur

Magnús Geir Þórðarson, Borgarleikhússtjóri

Salka Guðmundsdóttir, leikskáld og leiklistargagnrýnandi Víðsjár

Steinunn Knútsdóttir, deildarstjóri leiklistar- og dansdeildar Listaháskóla Íslands

„Sýning ársins“ byggir á rannsókn sem 16 elskendur hafa gert í
samstarfi við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Rannsóknarskýrslan
hefur nú verið gefin út í veglegri bók, sem hönnuðurinn Björn Snorri
Rosdahl hefur sett upp með miklu glæsibrag. Í bókinni er gert grein
fyrir niðurstöðum könnunarinnar og tölulegar staðreyndir eru settar upp
í skiljanleg gröf. Jafnframt eru tíunduð opin svör þátttakenda í
rannsókninni, en þar endurspeglast hin fjölmörgu viðhorf sem þjóðin
hefur til sviðslista. Hægt er að kaupa bókina á „Sýningu ársins“ og á
málþinginu.

„Ég myndi aldrei fara viljandi í leikhús. Það yrði að draga mig þangað
óviljugan. Hvað þá að borga fyrir svona leiðindi.“  - úr opnum svörum
um draumasýningar.