Viðburðurinn var lokahnykkurinn á námskeiði sem haldið var í tengslum við ráðstefnuna Tenging Norður sem haldin var í Norræna húsinu 7.-8. nóvember. Tvær finnstar listakonur, Hikka Kempii og Suvi Autio voru með námskeið á vegum listkennsludeildar  þar sem þær kenndu aðferð Lappa við að búa til eldskúlptúra. Í námskeiðinu var farið yfir ferlið við að búa til umhverfisskúlptúrana en samvera og samskipti nemenda og kennara er ekki síður mikilvæg en útkoman sjálf.

Tíu nemendur frá listkennsludeild Listaháskóland tóku þátt í námskeiðinu en þau eru öll menntaðir myndlistarmenn sem stunda nú framhaldsnám í listkennslu. Hópur 9 ára nemenda úr Barnaskóla Hjallastefnunnar tók einnig þátt í námskeiðinu.

Gengið var fylktu liði frá Norræna húsinu að Ægisíðu þar sem kveikt var í eldskúlptúrunum og myrkrinu fagnað með mikilfenglegri sjónrænni upplifun. Nemendur leiklistarbrautar Fjölbrautarskólans í Garðabæ tóku þátt í dagskránni  og gerðu viðburðinn enn ánægjulegri.

Hægt er að sjá umfjöllun Íslands í dag

Ljósmynd: Pjetur Stefánsson