Þar mættist hópur fólks í skapandi smiðju þar sem lögð var áhersla á tónlistarsköpun. Fimm nemendur úr listkennsludeild Listaháskóla Íslands tóku þátt ásamt tæplega fimmtán nemendum Fjölmenntar og kennara. Leiðbeinendur voru listamenn frá Share music, , sem eru listasamtök sem bjóða námskeið á sviði tónlistar, leiklistar, dans og myndlistar. Markmið þeirra er að stuðla að samfélagi þar sem allir hafa tækifæri til að tjá sig á listrænan hátt og margbreytileik mannanna er fagnað.

Afrakstur vinnunnar var fluttur á opnunarhátíð List án landamæra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær kl.17:30.