Diploma Supplement er skírteinisviðauki sem nemendur fá afhent þegar þeir útskrifast. Diploma Supplement fylgir fyrirmynd sem þróuð var af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Evrópuráðsins og UNESCO/CEPES. Hlutverk skírteinisviðaukans er að veita skýrar og gagnsæjar upplýsingar um námið og á að auðvelda nemendum aðgang að menntastofnunum í Evrópu.  Það er jafnframt eitt af markmiðum Bolognaferlisins að sem flestir háskólar í Evrópu taki í notkun skírteinsiviðaukann.

Björg Jóna Birgisdóttir, forstöðumaður háskólaskrifstofu, tók við viðurkenningunni við hátíðlega athöfn í Kaupmannahöfn 8. maí síðastliðinn.