Þrjátíu brautskráðir nemendur hafa hlotið starfsnámsstyrk til þessa. Ný úthlutun til skólans uppá rúmlega 7 milljónir króna opnar dyr tíu nemenda til viðbótar að evrópskum lista- og menningarheimi.

Verkefnið „Starfsþjálfun nýútskrifaðra nemenda LHÍ“ var valið sem eitt af fyrirmyndarverkefnum Leonardo árið 2012. Verkefnið fékk gæðaviðurkenningu fyrir ávinning og stjórnun og fyrir þann metnað sem lagður er í evrópskt samstarf og stuðning við útskrifaða nemendur.

Þeir nemendur sem útskrifast í júní n.k., eða luku prófgráðu í fyrra, geta nú sótt um styrk til skólans vegna starfsnáms í Evrópu. Um er að ræða 4 - 16 vikna starfsnám á tímabilinu 1. júní 2013 – 31. maí 2014. Umsóknarfrestur er 1. júní n.k.

Sjá nánar

Á vefsíðu skólans er að finna upplýsingar um fyrri styrkþega og verkefni þeirra