Listaháskólinn tók á móti tveimur verðlaunum, annars vegar gæðaviðurkenningu fyrir þáttöku í Erasmus áætluninni og hins vegar fyrir starfsnám útskrifaðra nemenda í flokknum fyrirmyndaverkefni Leonardo starfsmennta- áætlunarinnar.

Í umsögn dómnefnda segir:

Þáttaka Listaháskólans í Erasmus hefur verið öflug frá stofnun skólans en miðað við stærð skólans er þáttaka LHÍ margföld á við aðra háskóla. Árið 2012 var gerð úttekt á framkvæmd Erasmus hjá íslenskum háskólum og niðurstaðan var áberandi best hjá LHÍ þar sem framkvæmdin er til fyrirmyndar. Erasmus áætlunin er notuð á markvissan og skipulagðan hátt í öflugu alþjóðasamstarfi.

Listaháskólinn hefur veitt útskrifuðum nemendum tækifæri til starfsnáms í Evrópu í gegnum Leonardo áætlunina frá árinu 2007. Verkefnið fær viðurkenningu fyrir ávinning og stjórnun. Listaháskólinn leggur mikinn metnað í evrópskt samstarf og stuðning við nemendur sína eftir að þeir ljúka námi.

Á meðfylgjandi mynd tekur Alma Ragnarsdóttir, forstöðumaður alþjóðskrifstofu LHÍ á móti verðlaununum úr hendi Jan Truszczynski, sviðstjóra mennta- og menningarmála framkvæmdastjórnar ESB.

Hægt er að sjá fleiri myndir frá Uppskeruhátíðinni
Ljósmyndari er Arnaldur Jónsson.

Tveir nemendur úr tónlistardeild, Sveinn Enok Jóhannsson og Jónína Björt Gunnarsdóttir fluttu sönglög og nemendur úr myndlistardeild sýndu verk sín. Þeir nemendur sem áttu verk á sýningunni eru: Andreas Toriseva, Brynjar Helgason, Grétar Mar Sigurðsson, Helena Aðalsteinsdóttir, Ívar Glói Gunnarsson, Nína Óskarsdóttir og Una Björg Magnúsdóttir. Þessir nemendur myndlistar- og tónlistardeildar eiga það sameiginlegt að hafa farið í Erasmus skiptinám eða starfsnám á skólaárinu 2012 - 2013.