Verkstæðin eru staðsett í húsnæði deildanna í Laugarnesi og Þverholti. Starfið felur í sér umsjón og viðhald tækja, kennslu og aðstoð við nemendur og kennara.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Menntun í hönnun, listum eða iðngrein sem nýtist í starfi.
  • Kunnátta á tré- og málmsmíðavélar.
  • Reynsla af sambærilegu starfi og áhugi á hönnun og myndlist.
  • Hæfni til að miðla kunnáttu sinni.

Leitað er að fjölhæfum einstaklingi sem er lipur í samskiptum og á auðvelt með að starfa með öðrum. Starfið krefst þess að viðkomandi geti starfað sjálfstætt, tekið frumkvæði en jafnframt verið opinn fyrir ólíkum leiðum í úrlausn verkefna.

Gert er ráð fyrir að ráðningin taki gildi í janúar 2013. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður verkstæða, Jóhann Torfason, eða í síma 864 98 22.

Umsókn skal fylgja yfirlit um námsferil og störf umsækjanda, afrit af prófskírteinum, ásamt nöfnum og símanúmerum tveggja meðmælenda. Umsókn skal skila ásamt fylgigögnum á háskólaskrifstofu Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 10. desember.