Á fundinum mun Curver Thoroddsen, kynningarstjóri hátíðarinnar, kynna fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar, möguleika fyrir nemendur að starfa við hátíðina sem aðstoðarmenn auk þess sem vinnustofufleygur sem nemendum stendur til boða verður kynntur. Skráning á fleyginn fer fram eftir kynninguna hjá deildarfulltrúa myndlistardeildar.

Hátíðin er haldin hér á landi í fyrsta sinn í lok janúar 2014. Hátíðin er marglaga en fyrir utan sjón/tónleika í Hörpu kemur hér til landsins spænska abstrakt kvikmyndahátíðin Punto y Raya en hún hefur verið starfandi í nokkur ár við frábæran orðstír. Vinnustofur á þeirra vegum verða haldnar sem og úrval abstrakt stuttmynda sýndar úr samkeppni á vegum hátíðarinnar. Á sama tíma og Reykjavik Visual Music Festival verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur sýningin "Hljómfall litar og línu" sem er yfirlit yfir helstu listamenn og verk "Visual Music" (sjónræn tónlist) hugmyndafræðinnar.

Sjónræn tónlist eða „Visual Music“ er hugtak sem rakið er til listfræðingsins Robert Fry, en hann notaði það árið 1912 til að lýsa samskynjaráhrifum verka listamannsins Kandynski.  Sjónrænni tónlist má á einfaldan hátt lýsa sem einhvers konar sambland myndlistar, hreyfimynda, grafískrar hönnunar og tónlistar.



Takmörkuðum fjölda nemenda skólans stendur til boða að taka þátt í vinnustofum hátíðarinnar og fá þær metnar til einnar einingar (hver nemandi tekur minnst tvær vinnustofur). Boðið verður upp á þennan möguleika sem fleyg á vegum myndlistardeildar í umsjón Guðmundar Arnar Guðmundssonar. Námskeiðin eru opin öllum nemendum í myndlistardeild, tónlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild (að undanskildum 1. árs nemum í hönnunar- og arkitektúrdeild). 



Vinnustofurnar fara fram í Listasafni Reykjavíkur dagana 29.-30. jan auk þess sem uppgjör þeirra teygir sig inn í hátíðina sjálfa sem fram fer í Hörpu 30. janúar til 2. febrúar.

Nánari upplýsingar um vinnustofurnar má nálgast 

Hátíðin er samstarfsverkefni Reykjavík Center for Visual Music og Punto y Raya Festival. Hluti af dagskránni er einnig í samstarfi við Myrka músíkdaga. 



Meira um hátíðina:

http://www.rcvm.is

https://www.facebook.com/rvmfestival