Leikurum býðst tækifæri á að taka þátt í leikstjórnarnámskeiði hjá Jurij Alschitz  við sviðshöfundabraut. Um er að ræða námskeið fyrir nemendur sviðshöfundabrautar þar sem sjónum er beint að mismunandi aðferðum við úrlausn á senum.

Leikarar taka þátt í námskeiðinu til jafns við sviðshöfundanemendur en munu leika í senunum hjá sviðshöfundarnemendum og eru æfingar alla jafna innan ramma kennslunnar. Unnið verður með senur úr Makbeð, Þremur systrum og Myndin af Dorian Gray.

Þátttakendur geta fengið námskeiðið metið til ECTS eininga eða fengið staðfestingaskirteini fyrir þátttöku. Námskeiðið er endurgjaldslaust fyrir leikara. 

Stuttur kynningarfundur verður haldin á Sölvhólsgötu 13, föstudaginn 5.september kl.12:30. Þar verður textum dreift og talað um fyrirkomulag námskeiðsins.

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Knútsdóttir deildarforset sviðslistadeildar, 

Heimasíða Jurij Alschitz