Jafnréttisvika Listaháskóla Íslands verður haldin hátíðleg vikuna 1. - 5. desember nk.



Skipulagðar verða uppákomur í öllum deildum sem verða auglýstar síðar. Tilefnið er ný jafnréttisstefna skólans sem hægt er að skoða hér:  http://lhi.is/skolinn/um-listahaskolann/stefnumotun/stefnur-skolans/

Markmið jafnréttisviku er að kynna og vekja nemendur, kennara og starfsfólk til vitundar um hina nýju jafnréttisstefnu en hún þykir framsækin í ljósi þess að þar er fjallað um atriði sem enn bíða formlegrar samþykktar alþingis Íslands. Listaháskóli Íslands er því í fararbroddi íslenskra stofnanna til að innleiða stefnu þar sem eftirfarandi á við: 

[…] má engan mun gera á fólki á grundvelli eiginleika s.s. kyns, kynþáttar, kynhneigðar, hörundslitar, aldurs, barneigna, þjóðernis, félagslegs uppruna, fötlunar, tungumáls, trúar, stjórnmálaskoðana eða annars konar skoðana, eigna, uppruna, efnahags, ætternis, fjölskylduaðstæðna eða skertrar starfsgetu.

Jafnréttisnefnd Listaháskólans vann stefnuna sl. vetur og sótti sér ráðgjöf til lögfræðings Jafnréttisstofu og jafnréttisfulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sóttu nokkra fundi og lásu stefnuna yfir áður en hún var lögð formlega fyrir framkvæmdaráð til samþykktar. 

Frekari upplýsingar um meðlimi Jafnréttisnefndar og samskipti við nefndina má finna hér: http://lhi.is/skolinn/stjornsysla/felog-og-nefndir/innan-skolans/jafnret...