Inntökuferlið er í eftirfarandi þrepum:

  • Eftir að umsóknir hafa verið metnar með tilliti til almennra og sérstakra inntökuskilyrða (sbr. uppl. fyrir umsækjendur) fer hver inntökunefnd yfir innsend verk. Mælikvarðarnir sem gengið er út frá eru fagleg kunnátta og listrænt gildi. Sérstök áhersla er lögð á að meta þau verk umsækjenda sem þeir hafa unnið sjálfstætt og eftir eigin forsendum. Umsækjendur sem standast mat inntökunefndar komast í úrtakshóp.
  • Þeim sem komast í úrtakshóp er boðið í viðtöl. Viðtalið hefur þann tilgang að kanna almennan áhuga umsækjenda á tilvonandi námi, afstöðu þeirra og viðhorf til hönnunar- og arkitektúrs, skilning þeirra á hönnunarheiminum og hugmyndir að baki verkum þeirra. Umsækjandi má gera ráð fyrir því að þurfa að tjá sig um verk þau sem hann hefur sent inn. Gera má gera ráð fyrir því að viðtöl fari fram á ensku.
  • Tilkynningar um inntöku verða sendar út í maí. Þeir umsækjendur sem fá boð um skólavist þurfa að staðfesta á skrifstofu deildarinnar fyrir maílok hvort þeir hyggist taka því og greiða staðfestingargjald. Gjaldið er óafturkræft en gengur upp í skólagjöld mæti viðkomandi í námið um haustið.
  • Öllum umsækjendum verður sent skriflegt svar við umsóknum. Úrskurður inntökunefndarinnar er endanlegur og henni er ekki skylt að gefa nánari skýringar á úrskurði sínum.