Á Hugarflugi kynna tæplega 80 listamenn, hönnuðir, sjálfstætt starfandi fræðimenn, háskólakennarar og framhaldsnemar rannsóknarverkefni sín út frá heimspeki, arkitektúr, listkennslu, myndlist, safnafræði, leiklist, tónlist og listfræði. Rýnt er í efnistök, aðferðir, samstarf, miðla, kenningar eða niðurstöður verkefna sem ýmist eru í vinnslu eða er lokið.

Síðari dagur ráðstefnunnar er tileinkaður verkefnum meistaranema í listkennslu, myndlist og hönnun. Þátttaka þeirra hefur án efa mikla þýðingu fyrir þróun rannsóknatengds listnáms hér á landi.

Ráðstefnan fer fram í húsnæði hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands að Þverholti 11, fyrirlestrarsölum A og B í kjallara.

Aðgangur ókeypis.

Nánari dagskrá má sjá