Ráðstefnan er sú þriðja í árlegri ráðstefnuröð skólans og er mikilvægur liður í uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista. Efnt er til ráðstefnunnar í því markmiði að skapa opinn vettvang fyrir miðlun rannsóknarverkefna á sviðinu og draga fram þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun.

Hugarflug er vettvangur fyrir stefnumót starfsmanna skólans, stundakennara, nemenda og annarra starfandi listamanna, hönnuða og fræðimanna og býður upp á tækifæri til tengslamyndunar í akademísku samhengi hinna skapandi greina.

Þátttakendum er frjálst að finna erindum sínum það framsetningarform sem hæfir verkefnum þeirra, þótt hér sé kallað eftir hefðbundnum erindum og málstofum.

Styttri málstofur

Hvert erindi er 7 mínútur að lengd og glærufjöldi nær ekki yfir 20. Gert er ráð fyrir 5-8 þátttakendum sem fjalla um sama viðfangsefni út frá ólíkum sjónarhornum og ræða saman í pallborði að því loknu. Hámarkslengd málstofunnar er 1,5 klst og er hugsuð í anda Pecha Kucha.

Í tillögunni skal kom fram yfirskrift, stutt lýsing á viðfangsefni, nöfn fyrirlesara og yfirskrift erinda.

Lengri málstofur

Hver fyrirlesari hefur 30 mín til umráða fyrir framsögu og umræður. Æskilegur fjöldi fyrirlesara er 3-4, heildarlengd málstofunnar er 1,5 - 2 klst.

Í tillögunni skal kom fram yfirskrift, stutt lýsing á viðfangsefni, nöfn fyrirlesara og yfirskrift erinda.

Erindi

Í tillögu skal koma fram titill erindis og útdráttur. Í útdrætti skal koma fram stutt lýsing á inntaki, aðferðum, rannsóknarferli og helstu niðurstöðum (hámark 200 orð).

Tillögur skal merkja nafni, starfstitli og netfangi, og senda eigi síðar en 27. janúar á netfangið olofg [at] lhi.is. Innsendum tillögum verður svarað 3. febrúar.

Nánari upplýsingar veitir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, forstöðumaður

rannsóknaþjónustu Listaháskólans, olofg [at] lhi.is, s. 545 2211