Náttúra og nærumhverfi skólans var notað til að styðja hugmyndavinnu við hönnun merkja í námskeiði Hlínar Merkjahönnun/lógó. Nemendur fóru út til að skoða umhverfisgrafík. Á námskeiðinu var hugmyndafræði og vinnuferli merkjahönnunnar kynnt fyrir nemendum. Grunnur í leturfræði, myndmáli, umhverfisgrafík og litafræði var kynntur fyrir nemendum og þau hönnuðu svo og teiknuðu sín eigin merki. Heimavinna nemenda gekk út á að skoða letur, myndmál og merki, og gagnrýna nokkur dæmi sem þau völdu sjálf út frá fyrirlestrum.

Heimasíða Menntaskólans á Tröllaskaga: http://www.mtr.is/is