Helga Pálína Brynjólfsdóttir útskriftaðist úr textíldeild Listiðnaðarháskólans í Helsinki í Finnlandi árið 1988. Sérsvið hennar innan textílhönnunar er textílþrykk. Hún hefur tekið þátt í sýningum hér heima og erlendis frá árinu 1987. Helga kenndi áður textílhönnun við Myndlista- og handíðaskóla Íslands en er nú stundakennari við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og fatahönnunardeild LHÍ.

Helga Pálína starfaði einnig lengi sem deildarfulltrúi í myndlistardeild LHÍ, en lét af störfum þar á síðasta ári. Hún hefur tekið þátt í fjölda textíl- eða hönnunarsýninga hér heima og erlendis frá 1987 og bókverkasýningum frá árinu 2004, en hún er meðlimur í hópi bókverkakvenna sem kalla sig ARKIR.

Sýningin stendur til 13. desember. Sýningarrýmið Kistan er á Rauða torginu í Listaháskólanum í Laugarnesi fyrir framan bókasafnið. Bókasafnið sér um sýningarýmið og í vetur verða settar upp sýningar í Kistunni um það bil mánaðarlega. 



Verið velkomin!