Tónleikarnir fara flestir fram í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu en einnig í Langholtskirkju og í Sölvhóli, tónleikasal Listaháskólans að Sölvhólsgötu 13. Um 30 nemendur skólans munu leika og kynna valin verk á tónleikunum sem eru sendir í beinni útsendingu á heimasíðu skólans.