Með Halldóru unnu nemendur að fjölbreyttum verkefnum í hugmyndavinnu og hönnun. Áhersla var lögð á frumkvæði nemenda og sjálft vinnuferlið þar sem einblínt var á endurnýtingu í verkefnum. Nemendur unnu meðal annars hugmyndavinnubók og nýttu við það efnivið úr Cheerios pökkum. Hugmyndakveikjum í bókina var safnað úr blöðum, tímaritum eða af neti. Leitast var við að hafa verkefni fjölbreytt t.d. með því að nýta sér nærumhverfi skólans þar sem ákveðnir þættir í umhverfinu voru teknir fyrir. Fatnaður var einnig endurnýttur og unnin á gínur á fjölbreyttan hátt en í því ferli tóku nemendur myndir sem þeir nýttu síðan í hugmyndavinnubókina.

Það er óhætt að segja að nemendur voru hugmyndaríkir í verkefnum, fljótir að tileinka sér nýjar leiðir og gaman að sjá hversu fjölbreytt verkefni litu dagsins ljós þessa viku.

Heimasíða Menntaskólans á Tröllaskaga: http://www.mtr.is/is