Fyrstu hádegistónleikar skólaársins verða nk. föstudag, 14. september, en þá koma fram píanónemendurnir Elín Arnardóttir og Einar Bjartur Egilsson.

Tónleikarnir hefjast kl. 12:30 og verða í Sölvhóli, tónleikasal skólans á baklóð Sölvhólsgötu 13.
Allir eru velkomnir.

Efnisskrá tónleikanna er eftirfarandi:

Elín Arnardóttir leikur á píanó

L.v. Beethoven (1770-1827)

Sónata í Es dúr op.81a (Les Adeiux)

1.Das Lebewohl

2.Abwesenheit

3.Das Wiedersehen

Einar Bjartur Egilsson leikur á píanó

F. Poulenc (1899-1963)

Píanókonsert

1.Allegretto

2.Andante con moto

Meðleikur: Richard Simm