Listkennsludeildin var stofnuð 2009 og hafa umsóknir um nám í deildinni yfirleitt verið um tvöfalt fleiri en hægt hefur að verða við. Umsóknir eru nokkru færri nú en á síðasta ári en engu síður er ljóst að ekki komast allir í námið sem vilja. Mikill skortur er á listgreinakennurumn í skólum landsins og hefur skólinn því ítrekað óskað eftir auknum stuðningi frá ríkinu til að geta boðið fleirum hæfum umsækjendum til náms. 

Nám við listkennsludeild er tveggja ára meistaranám sem leiðir til MArtEd gráðu eða MA gráðu, allt eftir áherslum nemandans.