Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur  flutti ávarp ásamt Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands. Þessi árlega útskriftarsýning er ávalt vel sótt en fyrstu sýningarhelgina komu um 4000 gestir.

Á sýningunni eru lokaverk um 65 nemenda í myndlist, arkitektúr, fatahönnun, grafískri hönnun og vöruhönnun.

Sýningin stendur til sunnudagsins 11. maí. Sýningin er opin daglega frá 10:00-17:00 og á fimmtudögum er opið til kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis.

Fimmtudaginn 1. maí verður sýningastjóraspjall kl. 15:00.