Margt var um manninn á opnuninni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans og Sigrún Birgisdóttir, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans ávörpuðu gesti.

Það eru tíu nemendur sem  leggja fram verk sín til opinberrar sýningar og MA varnar eru Ásgeir Matthíasson, Björg Vilhjálmsdóttir og Gréta Guðmundsdóttir af MA námsbraut í hönnun. Halldór Ragnarsson, Katla Rós Völu- og Gunnarsdóttir,  Kristín Helga Káradóttir, Kristín Gunnarsdóttir, Pia Antonsen Rognes, Ragnar Már Nikulásson og Rán Jónsdóttir af MA námsbraut í myndlist.

Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir.

Málþing útskriftarnema um verk sín verður haldið sunnudagin 4. maí kl. 13:00 í Gerðarsafni.

Opnunartími um páskana

Gerðarsafn er opið á skírdag og laugardaginn 19. apríl frá kl. 11-17. Lokað er á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

Sýningin stendur til 11. maí og er opin á opnunartíma safnsins,  þriðjudag- sunnudags kl. 11:00- 17:00. Aðgangur er ókeypis

Sjá myndir frá opnuninni