Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor flutti ávarp og boðið var uppá léttar kaffi veitingar.

Soffía Björg Óðinsdóttir, tónsmíðanemandi á 3. ári og Örn Eldjárn, útskrifaður nemandi frá tónsmíðadeild fluttu tónlist.

Skráðir nemendur í skólanum eru nú 480. Nýnemar eru alls 158 og skiptast þeir þannig eftir deildum: 61 nemandi er að hefja nám í hönnunar- og arkitektúrdeild, 28 í leiklistar- og dansdeild, 26 nemendur í listkennsludeild, 40 í myndlistardeild og 27 eru að hefja nám í tónlistardeild. Þar af er tveir nemendur á nýrri söng- og hljóðfærakennarabraut.

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast ávarp rektors.