„Upplifunin sem okkur
gæti fundist raunveruleg og mælanleg staðreynd er í raun ómælanleg, hún
er hluti af einstakri og persónulegri upplifun. Liturinn er allt í
kring, hann er ekki fastur við yfirborð hlutanna heldur er upplifunin á
honum háð mörgum þáttum og skilyrðum.”

Eygló
Harðardóttir (f. 1964) lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Íslands
og framhaldsnámi við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Enschede Í
Hollandi.

Árið
2014 lauk Eygló MA gráðu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands með
rannsóknarritgerðinni „Listaverk gefur vísbendingar um þrívíða nálgun í
litanámi”.

Eygló
hefur undanfarið fengist við samsett málverk sem oft eru óhlutbundnir
skúlptúrar, staðbundin verk unnin inn í rými ásamt myndbandsverkum. Hún
hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis og verk hennar eru í
eigu opinberra safna. Nánari upplýsingar http://eyglohardardottir.net/