Hún fundaði með núverandi og fyrrum nemendum, kennurum, starfsfólki og hagaðilum deildarinnar. Einnig flutti hún erindi á málstofu fyrir starfsfólk skólans sem bar heitið; A/r/tography: What does an art education set in motion do.

Dr. Rita L. Irwin er prófessor í listkennslu og aðstoðardeildarforseti kennaradeildar við University of British Columbia í Vancouver. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan listkennslufræða og félags- og menningarfræða, en í fyrirlestrinum kynnti hún sérstaklega a/r/tography, aðferðafræði sem hún hefur þróað ásamt samstarfsólki við University of British Columbia.

Að vinna með aðferðum a/r/tography þýðir að einstaklingur kannar heiminn í gegnum hverskonar listsköpun (óháð listgrein) þar sem listformið eða sköpunin er ekki aðskilin frá skrifum. Listsköpun og skrif eru samofin þannig að hvorugt á að styðja við eða lýsa hinu heldur er þetta órjúfanlega heild sem sameiginlega dýpkar eða bætir við þekkingu á tilteknu sviði.

Nánari upplýsingar um A/r/tography, má finna hér: http://artography.edcp.educ.ubc.ca/

Nánar um útgáfur Ritu L. Irwin má finna hér: https://ubc.academia.edu/RitaLIrwin