CALMUS AUTOMATA er byltingarkennd nýjung í hugbúnaði sem semur og spilar fjölbreytta tónlist í rauntíma. Hugbúnaðurinn byggir á gervigreind sem gerir notandanum kleift að starfa sjálfstætt út frá ákveðnum forsendum en búnaðurinn getur breytt um stíl og stefnur í ferlinu út frá utanaðkomandi skipunum eða breyttum aðstæðum hverju sinni.

CALMUS AUTOMATA starfar sjálfstætt og er ætlað fyrir rauntíma tónsköpun fyrir hefðbundin og elektrónísk hljóðfæri. Auk þess er hugbúnaðinum ætlað að geta tekist á við rauntíma tónsköpun í síbreytilegum hljóðheimi, m.a. í hinum sívaxandi geira tölvuleikja sem spilaðir eru af fjölda fólks í rauntíma. Með hugbúnaðinum opnast nýjir möguleikar fyrir tónskáldið til rauntíma tónsköpunar, en kerfið hentar einnig fyrir gagnvirk leik- og dansverk, ásamt tónsköpun fyrir kvikmyndir.

Á meðal samstarfsaðaðila verkefnisins eru tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, tónlistardeild tölvufyrirtækisins CCP, Sibeliusar Akademían í Finnlandi, auk þess sem  og leiklistar- og dansdeild Listaháskólans tekur þátt í verkefninu.

Hér má sjá dæmi frá fyrstu tilraunum með hugbúnaðinn:

CALMUS AUTOMATA er sjálfstætt kerfi byggt á grunni CALMUS tónsmíðaforritsins sem Kjartan Ólafsson, prófessor við Listaháskóla Íslands, hefur hannað og stjórnað þróun þess síðan 1988.

Fjölmargar tónsmíðar hafa verið samdar með forritinu þ,á.m Víólukonsert frá árinu 2001 sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin það ár. CALMUS verkefnið hefur hlotið fjölda styrki á tímabilinu, s.s. RANNÍS, Sibeliusar Akademian í Finnlandi, NorFa, Finnska menntamálaráðuneytið o fl.

CALMUS er þegar fastur liður í meistaranámi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og er mikilvægt innlegg við kennslu og rannsóknir í tónsmíðum með númatækni í nútímaumhverfi.