Content only available in icelandic
 
Nýverið bauð listkennsludeild tónlistarkennurum upp á að sækja hagnýtt námskeið, svokallað Boost inn í tónlistarkennslu
 
Kennarar voru þau Kirsten Juul Seidenfaden og Anders Møller sem bæði eru starfandi tónlistarkennarar við tónlistarháskóla í Danmörku og margreyndir kennarar á vettvangi tónlistarkennslu á öllum skólastigum. Námskeiðið var vel sótt enda um praktískt, „hands-on“ námskeið að ræða þar sem kynntar voru ýmsir söngvar, leikir, samspilshugmyndir og fleira sem hægt er að nýta sér strax í kennslu.