Veitt voru verðlaun í myndbandasamkeppni sem efnt var til s.l. vor í tilefni afmælisársins.  Samkeppnin snéri að því að gera stutt myndband sem vekja myndi athygli áhorfandans á Erasmus skiptinámi. Hlutskörpust í þeirri keppni varð Ragnheiður Maísól Sturludóttir, nemandi myndlistardeildar. 

Ragnheiður Maísól stundaði skiptinám við Academy of Fine Arts í Helsinki á s.l. vorönn og vann myndbandið á meðan á skiptinámsdvölinni stóð.  Annað sæti skipaði Patrick Doodt, Erasmus skiptistúdent við HÍ  skólaárið 2010-11.  Patrick kom frá Technische Universität Dortmund í Þýskalandi.  Þriðja sætið skipaði Thomas Bogner, Erasmus skiptistúdent við Háskólann í Reykjavík skólaárið 2011-2012. Heimaskóli Thomasar er Hchschule Deggendorf í Þýskalandi.

Hægt er að skoða verðlaunamyndböndin á heimasíðu LME:

Við óskum Ragnheiði Maísól hjartanlega til hamingju með verðlaunin.